Fótbolti

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í fyrsta sigri Schalke

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrirliði.
Fyrirliði. vísir/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Schalke 04 eru komnir á blað í þýsku B-deildinni í fótbolta eftir góðan útisigur í dag.

Guðlaugur Victor hóf leik á miðju Schalke þegar liðið heimsótti Holstein Kiel í dag en bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi.

Simon Terodde var fljótur að koma gestunum í forystu í dag en hann skoraði fyrsta mark Schalke strax á 2.mínútu. Á 21.mínútu tvöfaldaði Terodde svo forystuna.

Marius Buelter gulltryggði góðan útisigur Schalke þegar hann skoraði á 68.mínútu og reyndust 0-3 lokatölur leiksins.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.