„Ég er ekkert hrædd við þetta“ Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 31. júlí 2021 19:42 Áslaug Sigurðardóttir er ekkert hrædd við Covid-19. Vísir/Stöð 2 „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira
Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira