„Ég er ekkert hrædd við þetta“ Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 31. júlí 2021 19:42 Áslaug Sigurðardóttir er ekkert hrædd við Covid-19. Vísir/Stöð 2 „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira