Innlent

Segir engar vís­bendingar um að far­aldurinn sé á niður­­­leið og hefur á­hyggjur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill

Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví.

145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu.

Hefur áhyggjur

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga.

Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? 

„Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“

Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir.

Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því.

„Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“

Sjá einnig: Rakningar­teymið nær ekki lengur að sinna öllum

Spilum ekki á veiruna

Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan.

„Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“


Tengdar fréttir

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.

Rakningar­teymið nær ekki lengur að sinna öllum

Svo margir greinast nú dag­­lega með kórónu­veiru­­smit að smitrakningar­teymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sótt­kví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir sam­band við þá sem þeir hafa verið í ná­vígi við og sendir rakningar­teymið að­eins á þá SMS með á­minningu um að þeir séu komnir í sótt­kví.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.