Fótbolti

Valskonur komu til baka og lögðu Fylki örugglega

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valskonur komnar með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn
Valskonur komnar með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Elín Björg

Topplið Pepsi Max deildar kvenna, Valur, átti ekki í teljandi vandræðum með botnlið deildarinnar, Fylki, í eina leik dagsins í íslenskum fótbolta.

Reyndar komust Fylkiskonur óvænt í forystu strax á fimmtu mínútu leiksins þegar Bryndís Arna Níelsdóttir kom heimakonum yfir en leikið var á Wurth-vellinum í Árbæ.

Valskonur voru fljótar að jafna metin því Mist Edvardsdóttir skoraði á 13.mínútu og kom gestunum svo í forystu skömmu síðar eða á 15.mínútu.

Cyera Makenzie Hintzen skoraði á 17.mínútu og skyndilega var toppliðið komið með góða forystu.

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen gerðu sitt markið hvor í síðari hálfleik og gulltryggðu öruggan fjögurra marka sigur Vals, 1-5.

Með sigrinum styrkti Valur stöðu sína á toppi deildarinnar og hafa þær nú fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar fimm umferðum er ólokið.

Fylkir áfram í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×