Enski boltinn

Rashford mun missa af fyrstu leikjum tímabilsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marcus Rashford klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik EM.
Marcus Rashford klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik EM. vísir/getty

Manchester United hefur staðfest að sóknarmaðurinn Marcus Rashford muni loks gangast undir aðgerð á öxl.

Þessi 23 ára gamli sóknarmaður hefur glímt við axlarmeiðsli í þónokkurn tíma og vonuðust stuðningsmenn félagsins eftir því að hann myndi nýta sumarfríið til að gangast undir aðgerð og endurhæfingu.

Það fór hins vegar svo að Rashford valdi að taka þátt í EM með enska landsliðinu en nú hefur enska félagið gefið út að hann muni gangast undir aðgerð á næstu dögum.

Rashford mun því klárlega missa af fyrstu leikjum tímabilsins en óvíst er hversu langan tíma það tekur fyrir kappann að jafna sig eftir aðgerðina.

Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þann 14.ágúst næstkomandi þegar liðið fær Leeds í heimsókn á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×