Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 12:27 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31