Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 12:27 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31