Innlent

Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum.
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson

Ekki þarf að koma á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19. Slíkt þekkist af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannes­­sonar, sér­­­náms­­læknis í lyf­­lækningum á Land­­spítalanum.

Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykja­vík síð­degis í dag eftir að greint var frá því að 78 til­kynningar sem snúa að tíða­hring kvenna í kjöl­far bólu­setningar hefðu borist Lyfja­stofnun.

Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt or­saka­sam­hengi milli bólu­setninganna og breytinga á tíða­blæðingum en þetta verið tals­vert kannað er­lendis þar sem fleiri hafa verið bólu­settir.

„Og við þurfum að skoða þessar til­kynningar til að sjá hvort það sé or­saka­sam­hengi. Til­kynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé af­leiðing hins. Ná­kvæm­lega eins og til­kynningar um allar aðrar auka­verkanir. En við þurfum að til­kynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús.

Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu

Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bólu­efni og marga aðra sjúk­dóma.

„En þá er þetta aldrei lang­vinn breyting sem hefur á­hrif á tíða­blæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjó­semi,“ í­trekar hann.

„Þetta er mikil­vægt að undir­strika því við höfum séð að allar á­stæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólu­setning eða Co­vid-19 eða aðrir sjúk­dómar, valda stundum ó­reglu­legum blæðingum hjá konum,“ heldur hann á­fram.

Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum til­fellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíða­hvörf:

„Það verður ó­jafn­vægi í hormóna­fram­leiðslu út af bólgunni sem veldur því ein­mitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíða­hvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tíma­bundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“

Hann segir því að auka­verkunin sé ekkert til að hafa á­hyggjur af og sér­stak­lega ekki í saman­burði við Co­vid-19.

„Það sem við höfum séð með Co­vid-19 er að það veldur ó­reglu­legum blæðingum og er náttúru­lega hættu­legt á með­göngu út af því að það eykur hættu á skað­legum fylgi­kvillum þungunar, eins og ó­tíma­bærum dauðs­föllum bæði móður og fósturs, í sjald­gæfum til­fellum blessunar­lega, en við höfum séð það.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×