„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 13:49 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að nýr litakóði fyrir Ísland hafi ekki teljandi áhrif. Vísir/Vilhelm Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira