„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 13:49 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að nýr litakóði fyrir Ísland hafi ekki teljandi áhrif. Vísir/Vilhelm Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira