Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Höskuldur segir Blika hafa trú á verkefninu gegn Austria Wien á morgun. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira