„Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 15:25 Lukka Pálsdóttir er viðmælandi Begga Ólafs í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. „Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni. Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Heilbrigði er ekki bara að taka ekki lyf. Þér þarf að líða vel. Þú þarft að vakna á morgnanna fullur af orku og hlakka til að takast á við daginn, hlakka til að fara í vinnuna og hlakka til að fara heim og allt þetta. Það er líka heilbrigði. Þú þarft að hafa orku og þér þarf að líða vel,“ segir Lukka sem vill meina að heilbrigði sé ekki síður andlegt og félagslegt eins og það er líkamlegt. Að mati Lukku er það þó í höndum hvers og eins að skilgreina það hvað heilbrigði er fyrir þeim sjálfum. „Hvaða kröfu gerir þú? Hvernig langar þér að líða? Þú getur alltaf haft eitthvað um þetta að segja. Eins og mér til dæmis langar að geta sagt já við vini mína þegar þeir hringja í mig og spyrja „Nennirðu að koma og labba yfir Vatnajökul með mér?“. Þá þarf ég að vera nægilega heilbrigð til að geta gert það.“ Óvinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl Þá deilir hún þeim lífsstílsvenjum sem hún segir hafa breytt lífi sínu hvað mest: Að æfa á morgnanna, draga úr kolvetnum og fara í kulda. „Það hefur bara gjörbreytt minni líðan, að mestu leyti svona orkulega séð, að draga rosalega úr unnum kolvetnum. Mér fannst þetta vera öfgar og þegar allt þetta ketó-æði byrjaði, þá streittist ég á móti. Þannig ég þurfti aðeins að éta það ofan í mig.“ Lukka segist ekki eiga erfitt með að synda á móti straumnum og segir hún líf sitt hafa verið fullt af óvinsælum skoðunum. Það sé til að mynda ekkert sérstaklega vinsælt að segja fólki að það þurfi að breyta um lífsstíl. „Það er miklu vinsælla að segja „Hérna er bara taflan og þetta verður ekkert mál ef þú tekur hana“. Þetta er óvinsælt. Fyrir tíu árum síðan þegar ég var að reyna segja að fólk gæti haft áhrif á sjúkdóminn sinn með mataræði þá fékk ég drull. „Hún er bara eitthvað gúgú, hún heldur að hún geti læknað sjúkdóminn með mat“. En í dag hafa margir tekið á móti þessari hugmynd og við vitum að lífsstíllinn virkar.“ Önnur skoðun Lukku sem hún telur vera óvinsæla er skoðun hennar á viðbrögðum yfirvalda við Covid-19, sem hafa einkennst af félagslegri einangrun, hræðslu, ótta og lítilli snertingu. „Mannleg snerting er mest eflandi afl í heimi og við höfum svolítið tekið hana í burtu, of mikil sótthreinsun sem bitnar á þarmaflórunni til dæmis, áhyggjur og þess háttar.“ Telur að einblína ætti á innri varnir Hún telur viðbrögð okkar hafa einkennst af því sem veikir ónæmiskerfið okkar. Við ættum heldur að horfa fram á við og læra af þessu, því þetta sé ekki síðasta veiran sem muni geisa í heiminum. „Við eigum að fara í útiveru, náttúruna, skítinn, efla flóruna, við eigum að tengjast og hlúa hvert að öðru, nýta snertinguna eins mikið og við getum. Við getum snert færri en ekki ala upp heila kynslóð af börnum sem halda að kossar og knús séu hættuleg vegna þess að það kom einhver baktería. Þetta er það sem styrkir okkur og eflir.“ Lukka segist hafa mikið álit á landlækni og segist geta skilið að þríeykið sé undir miklu álagi og nái því að hugsa lítið sem ekkert út fyrir Covid-rammann. Hún telur þó að þríeykið mætti nýta vettvang sinn til þess að koma jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. „Mér fyndist alveg tilvalið að nýta kannski tíunda hvern blaðamannafund í að senda einhver svona jákvæð og uppbyggileg skilaboð um hvað við getum gert til þess að verjast innan frá. Við erum alltaf í ytri vörnum. Verjumst innan frá, verum sterkari, af því það nýtist okkur síðan í allt annað.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lukku í heild sinni.
Heilsa 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27