Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 16:27 Ólafur Stefánsson er viðmælandi í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. „Ég er að fara skrá mig í háskólann. Ég veit ekki hvort það er einhver svona tilvistarkreppa af því ég er kominn aftur heim í skírið og er með allt ævintýrið í mér og allt dótið sko fastur í einhverri svona eilífðar búbblu, sem olli því að ég bara allt í einu svona heyrðu fokk ég verð að skrá mig og bara gera þetta eins og maður,“ segir Ólafur sem betur er þekktur sem Óli Stef. Hann lýsir því sem talsverðri áskorun fyrir sig að setjast aftur á skólabekk. Kerfisbundin röð og regla sem reynist öðru fólki rökrétt, reynist honum hin mesta óreiða. „Mig langar eiginlega inn í það sem er ólógískast fyrir mig, sem er lógíkin sko. Þannig ég þarf að fara aftur í samstæða sokka jafnvel og eitthvað svona.“ Mikilvægt að dansa við kvíðann Hann segir mikilvægt að stíga inn í óttann og horfast í augu við það sem maður hræðist. „Ég er að fara inn í skuggann minn og kannski það sem ég hræðist mest. Kannski ómeðvitað er ég að fara inn í svona helli og skugga sem gætu verið vísindin, inn í tölfræði og að standa skil á mínu og inn í svona hið almenna. Kannski hef ég verið að forðast það.“ „Ef kvíði kemur upp í þér, þá áttu ekki að forðast hann heldur þá áttu að sitja með honum og svona „Jæja gamli vinur“ og geta dansað með honum.“ Hann segist nú bera meiri virðingu fyrir kerfinu en áður. „Það eru allir þar. Það er ekki hægt að álfast endalaust bara í einhverri lítilli búbblu sem er þinn heimur. Mér finnst ég vera á góðri endastöð, eða kannski ekki endastöð, en það er ekkert mikið meira að kanna.“ Ólafur er fullur tilhlökkun. Hann segist hafa tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að róa hlutina aðeins niður. „En þegar ég segi ró þá verður þetta örugglega allt annað en rólegt sko, af því þetta verður örugglega alveg áskorun. Háskólanám er það og ég þarf örugglega að berjast við alla mína helstu púka.“ Ekki þess virði að taka fruss á ungar sálir Þá ræðir Ólafur einnig helstu vendipunkta í sínu lífi. Þar nefnir hann það að afi hans hafi farið með hann í Val þegar hann var fimm ára og ber hann Tedda, þjálfara sínum á yngri árum, sérstakar þakkir. „Ég var ótrúlega heppinn að vera með góðan yngri flokka þjálfara. Maður horfir á allt atið í þessum yngri flokkum og hvað það er erfitt að kenna börnum eitthvað virkilega fallegt og nýtilegt án þess nokkurn tíman að særa þau eða að búa til einhvers konar lítið trauma. Það er aldrei þess virði að taka eitthvað fruss og sérstaklega ekki á ungar sálir. Það situr í þeim alla ævi sko.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Ayahuasca bæði blessun og bölvun Þá talar hann einnig um það sem vendipunkt að hafa kynnst eiginkonu sinni og eignast með henni börn. „Svo er svona andlegur vendipunktur sem maður er ekkert að tala um mikið, eins og að kynnast Ayahuasca, sem ég held að sé allt í lagi að fara að tala um. Það eru allir farnir að tala um það hvort sem er. Fyrir svona fimm sex árum. Ofboðslega kröftugt og fallegt lyf sem við svona þurfum að fara skoða.“ Hann segir Ayahuasca bæði geta reynst fólki blessun og bölvun. „Hættan við plönturnar er að þær eru svona sírenusöngur. En þessar plöntur eru allt annar sírenusöngur heldur en heróín, þó ég hafi ekki prófað það, eða áfengið sem er ekki beint sírenusöngur heldur svona djöflasöngur getur maður frekar kallað það. Þessar plöntur eru sírenusöngur sálarinnar eins og ég hef upplifað þær, að því leyti að Nirvana er bara handan við hornið.“ Ólafur segist meðvitaður um það að mikil umræða eigi eftir að fara í gang um hvort skuli lögleiða þessar plötur eða rannsaka þær og segist hann alfarið hlynntur því að þær verði rannsakaðar. „En við þurfum að fara átta okkur á því að þessar plöntur eru miklu meira heldur en bara eitthvað. Þær eru ekki eitthvað sem bara slakar á þér inn í daginn.“ 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
„Ég er að fara skrá mig í háskólann. Ég veit ekki hvort það er einhver svona tilvistarkreppa af því ég er kominn aftur heim í skírið og er með allt ævintýrið í mér og allt dótið sko fastur í einhverri svona eilífðar búbblu, sem olli því að ég bara allt í einu svona heyrðu fokk ég verð að skrá mig og bara gera þetta eins og maður,“ segir Ólafur sem betur er þekktur sem Óli Stef. Hann lýsir því sem talsverðri áskorun fyrir sig að setjast aftur á skólabekk. Kerfisbundin röð og regla sem reynist öðru fólki rökrétt, reynist honum hin mesta óreiða. „Mig langar eiginlega inn í það sem er ólógískast fyrir mig, sem er lógíkin sko. Þannig ég þarf að fara aftur í samstæða sokka jafnvel og eitthvað svona.“ Mikilvægt að dansa við kvíðann Hann segir mikilvægt að stíga inn í óttann og horfast í augu við það sem maður hræðist. „Ég er að fara inn í skuggann minn og kannski það sem ég hræðist mest. Kannski ómeðvitað er ég að fara inn í svona helli og skugga sem gætu verið vísindin, inn í tölfræði og að standa skil á mínu og inn í svona hið almenna. Kannski hef ég verið að forðast það.“ „Ef kvíði kemur upp í þér, þá áttu ekki að forðast hann heldur þá áttu að sitja með honum og svona „Jæja gamli vinur“ og geta dansað með honum.“ Hann segist nú bera meiri virðingu fyrir kerfinu en áður. „Það eru allir þar. Það er ekki hægt að álfast endalaust bara í einhverri lítilli búbblu sem er þinn heimur. Mér finnst ég vera á góðri endastöð, eða kannski ekki endastöð, en það er ekkert mikið meira að kanna.“ Ólafur er fullur tilhlökkun. Hann segist hafa tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að róa hlutina aðeins niður. „En þegar ég segi ró þá verður þetta örugglega allt annað en rólegt sko, af því þetta verður örugglega alveg áskorun. Háskólanám er það og ég þarf örugglega að berjast við alla mína helstu púka.“ Ekki þess virði að taka fruss á ungar sálir Þá ræðir Ólafur einnig helstu vendipunkta í sínu lífi. Þar nefnir hann það að afi hans hafi farið með hann í Val þegar hann var fimm ára og ber hann Tedda, þjálfara sínum á yngri árum, sérstakar þakkir. „Ég var ótrúlega heppinn að vera með góðan yngri flokka þjálfara. Maður horfir á allt atið í þessum yngri flokkum og hvað það er erfitt að kenna börnum eitthvað virkilega fallegt og nýtilegt án þess nokkurn tíman að særa þau eða að búa til einhvers konar lítið trauma. Það er aldrei þess virði að taka eitthvað fruss og sérstaklega ekki á ungar sálir. Það situr í þeim alla ævi sko.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Ayahuasca bæði blessun og bölvun Þá talar hann einnig um það sem vendipunkt að hafa kynnst eiginkonu sinni og eignast með henni börn. „Svo er svona andlegur vendipunktur sem maður er ekkert að tala um mikið, eins og að kynnast Ayahuasca, sem ég held að sé allt í lagi að fara að tala um. Það eru allir farnir að tala um það hvort sem er. Fyrir svona fimm sex árum. Ofboðslega kröftugt og fallegt lyf sem við svona þurfum að fara skoða.“ Hann segir Ayahuasca bæði geta reynst fólki blessun og bölvun. „Hættan við plönturnar er að þær eru svona sírenusöngur. En þessar plöntur eru allt annar sírenusöngur heldur en heróín, þó ég hafi ekki prófað það, eða áfengið sem er ekki beint sírenusöngur heldur svona djöflasöngur getur maður frekar kallað það. Þessar plöntur eru sírenusöngur sálarinnar eins og ég hef upplifað þær, að því leyti að Nirvana er bara handan við hornið.“ Ólafur segist meðvitaður um það að mikil umræða eigi eftir að fara í gang um hvort skuli lögleiða þessar plötur eða rannsaka þær og segist hann alfarið hlynntur því að þær verði rannsakaðar. „En við þurfum að fara átta okkur á því að þessar plöntur eru miklu meira heldur en bara eitthvað. Þær eru ekki eitthvað sem bara slakar á þér inn í daginn.“
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira