Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 14:21 Aðeins þrjú prósent þeirra sem leggjast inn á spítala með Covid-19 í Bandaríkjunum þessa daga eru bólusettir einstaklingar. getty/Jhon Moore Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. Á Íslandi liggja nú átta sjúklingar inni á Landspítalanum og einn á gjörgæslu. Sá sem er á gjörgæslu er sá eini sem er óbólusettur, hinir hafa allir fengið bóluefni við veirunni. Sjá einnig: Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild. Flestir eru bólusettir á Íslandi, rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru fullbólusett og fimm prósent til viðbótar eru hálfbólusett. Því þarf kannski ekki að koma á óvart að svo hátt hlutfall þeirra sem leggjast inn á spítala hér séu bólusettir einstaklingar. Ljóst er að staðan væri hér mun verri ef fleiri væru óbólusettir eins og í Bandaríkjunum. Þar eru 60 prósent 18 ára og eldri fullbólusett og níu prósent til viðbótar komin með fyrsta skammt bóluefnis. Í Bandaríkjunum er hlutfall bólusettra sem leggjast inn á spítala mun minna en á Íslandi og ljóst að þeir sem eru óbólusettir eru í miklu meiri hættu á að þurfa spítalainnlögn vegna Covid-19 heldur en bólusettir. Samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) eru ekki nema þrír af hverjum hundrað sem leggjast inn á spítala í Bandaríkjunum bólusettir. Það skýrist einnig af því að faraldurinn er í miklu meiri vexti á þeim svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett og því er meirihluti þeirra sem smitast óbólusettir einstaklingar. Þúsund sinnum meira veirumagn Í landinu hefur grímuskyldu víða verið komið aftur á, líkt og hér. Og í gær breytti CDC tilmælum sínum um grímunotkun fyrir bólusetta einstaklinga, ekki nema viku eftir að stofnunin hafði gefið það út að engar slíkar breytingar yrðu gerðar nema að grundvallarbreytingar yrðu á þeim upplýsingum sem lægju fyrir um delta-afbrigðið. Þá var talið að bólusettir gætu ekki borið veiruna með sér og smitað aðra en öll gögn benda nú til hins gagnstæða. Nýjar rannsóknir vestanhafs sýna að bólusettir einstaklingar geti þvert á móti borið mjög mikið magn af delta-afbrigðinu með sér í bæði nefi og hálsi þó óvíst sé nákvæmlega hversu smitandi þeir eru. Sem fyrr segir virðist þó greinilegt að veiran eigi greiðari leið milli óbólusettra einstaklinga en bólusettra ef litið er til þeirra svæða í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Sjá einnig: Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra. Talið er að afbrigðið sé um tvisvar sinnum meira smitandi en hin afbrigði veirunnar og nýjar rannsóknir gefa það þá til kynna að fólk sem smitast af delta-afbrigðinu beri með sér um þúsund sinnum meira veirumagn en þekktist í fyrri bylgjum faraldursins. Þeir virðast einnig eiga það til að bera veiruna lengur í sér en fólk sem er smitað af öðrum afbrigðum. Áhyggjur af næsta afbrigði „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,” er haft eftir Rochelle Walensky, yfirmanni CDC í frétt The New York Times um áhrif delta-afbrigðisins á Bandaríkin. Smituðum hefur farið ört fjölgandi í Bandaríkjunum á síðustu dögum og smitast nú að meðaltali fjórum sinnum fleiri á dag í landinu en fyrir mánuði síðan. Spítalainnlögnum fer einnig fjölgandi og látast nú 275 af völdum veirunnar að meðaltali á dag. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC.getty/Jim Lo Scalzo-Pool Grímur aðstoði bóluefnið CDC gaf út breytt tilmæli sín um grímunotkun í gær. Nú er fólki á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er á uppleið ráðlagt að bera grímur innandyra á almenningssvæðum og í öllu skólastarfi. Scott Dryden-Peterson, smitsjúkdómalæknir hjá Birmingham & Womens hospiltal, spítala í Boston, er ánægður með nýju tilmælin um grímunotkun fyrir bólusetta. Hann mælir með að allir þeir sem hafa fengið bólusetningu virði þetta og beri grímur meðal almennings, sérstaklega þeir sem eru með veikburða ónæmiskerfi eða tilheyra áhættuhópum: „Grímur geta með góðum árangri minnkað það magn veirunnar sem við öndum að okkur og komið í veg fyrir að við verðum veik. Þannig virka grímur sem hjálpartæki við bóluefnið,” er haft eftir Dryden-Peterson í frétt The New York Times. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Á Íslandi liggja nú átta sjúklingar inni á Landspítalanum og einn á gjörgæslu. Sá sem er á gjörgæslu er sá eini sem er óbólusettur, hinir hafa allir fengið bóluefni við veirunni. Sjá einnig: Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild. Flestir eru bólusettir á Íslandi, rúmlega 85 prósent 16 ára og eldri eru fullbólusett og fimm prósent til viðbótar eru hálfbólusett. Því þarf kannski ekki að koma á óvart að svo hátt hlutfall þeirra sem leggjast inn á spítala hér séu bólusettir einstaklingar. Ljóst er að staðan væri hér mun verri ef fleiri væru óbólusettir eins og í Bandaríkjunum. Þar eru 60 prósent 18 ára og eldri fullbólusett og níu prósent til viðbótar komin með fyrsta skammt bóluefnis. Í Bandaríkjunum er hlutfall bólusettra sem leggjast inn á spítala mun minna en á Íslandi og ljóst að þeir sem eru óbólusettir eru í miklu meiri hættu á að þurfa spítalainnlögn vegna Covid-19 heldur en bólusettir. Samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) eru ekki nema þrír af hverjum hundrað sem leggjast inn á spítala í Bandaríkjunum bólusettir. Það skýrist einnig af því að faraldurinn er í miklu meiri vexti á þeim svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett og því er meirihluti þeirra sem smitast óbólusettir einstaklingar. Þúsund sinnum meira veirumagn Í landinu hefur grímuskyldu víða verið komið aftur á, líkt og hér. Og í gær breytti CDC tilmælum sínum um grímunotkun fyrir bólusetta einstaklinga, ekki nema viku eftir að stofnunin hafði gefið það út að engar slíkar breytingar yrðu gerðar nema að grundvallarbreytingar yrðu á þeim upplýsingum sem lægju fyrir um delta-afbrigðið. Þá var talið að bólusettir gætu ekki borið veiruna með sér og smitað aðra en öll gögn benda nú til hins gagnstæða. Nýjar rannsóknir vestanhafs sýna að bólusettir einstaklingar geti þvert á móti borið mjög mikið magn af delta-afbrigðinu með sér í bæði nefi og hálsi þó óvíst sé nákvæmlega hversu smitandi þeir eru. Sem fyrr segir virðist þó greinilegt að veiran eigi greiðari leið milli óbólusettra einstaklinga en bólusettra ef litið er til þeirra svæða í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Sjá einnig: Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra. Talið er að afbrigðið sé um tvisvar sinnum meira smitandi en hin afbrigði veirunnar og nýjar rannsóknir gefa það þá til kynna að fólk sem smitast af delta-afbrigðinu beri með sér um þúsund sinnum meira veirumagn en þekktist í fyrri bylgjum faraldursins. Þeir virðast einnig eiga það til að bera veiruna lengur í sér en fólk sem er smitað af öðrum afbrigðum. Áhyggjur af næsta afbrigði „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,” er haft eftir Rochelle Walensky, yfirmanni CDC í frétt The New York Times um áhrif delta-afbrigðisins á Bandaríkin. Smituðum hefur farið ört fjölgandi í Bandaríkjunum á síðustu dögum og smitast nú að meðaltali fjórum sinnum fleiri á dag í landinu en fyrir mánuði síðan. Spítalainnlögnum fer einnig fjölgandi og látast nú 275 af völdum veirunnar að meðaltali á dag. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC.getty/Jim Lo Scalzo-Pool Grímur aðstoði bóluefnið CDC gaf út breytt tilmæli sín um grímunotkun í gær. Nú er fólki á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er á uppleið ráðlagt að bera grímur innandyra á almenningssvæðum og í öllu skólastarfi. Scott Dryden-Peterson, smitsjúkdómalæknir hjá Birmingham & Womens hospiltal, spítala í Boston, er ánægður með nýju tilmælin um grímunotkun fyrir bólusetta. Hann mælir með að allir þeir sem hafa fengið bólusetningu virði þetta og beri grímur meðal almennings, sérstaklega þeir sem eru með veikburða ónæmiskerfi eða tilheyra áhættuhópum: „Grímur geta með góðum árangri minnkað það magn veirunnar sem við öndum að okkur og komið í veg fyrir að við verðum veik. Þannig virka grímur sem hjálpartæki við bóluefnið,” er haft eftir Dryden-Peterson í frétt The New York Times.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira