Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 11:12 Enginn kemst um borð hjá Play á neikvæðs prófs. Arnar Halldórsson Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira