Innlent

Metfjöldi sjúkraflutninga í gær

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið þurfti að slökkva eld sem kom upp í bíl í gær.
Slökkvilið þurfti að slökkva eld sem kom upp í bíl í gær. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

„Svei mér þá ef ekki enn eitt metið sé fallið,“ þetta segir í tilkynningu sem Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook í dag. Slökkviliðið sinnti alls 186 sjúkraflutningum í gær.

Af 186 sjúkraflutningum í gær voru 30 forgangsflutningar og 48 Covid-19 flutningar. Slökkviliðið biðlar til almennings að leggjast á eitt í baráttunni við faraldur Covid-19 og fara eftir gefnum leiðbeiningum til þess að fækka Covid-19 flutningum.

Slökkviliðið segir tvær bílveltur hafa tekið mikinn tíma í gær og að mikinn mannskap hafi þurft til að sinna útköllunum. Vísir greindi frá annarri bílveltunni í morgun.

Þá sinnti slökkviliðið sjö útköllum þar sem nota þurfti dælubíl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.