Innlent

Hall­dóru verði falið að leiða stjórnar­myndunar­við­ræður

Eiður Þór Árnason skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm

Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, hefur verið falið að leiða stjórnarmyndunarviðræður flokksins eftir komandi alþingiskosningar.

Á félagsfundi Pírata í gærkvöldi lögðu oddvitar framboðslista Pírata fyrir næstu kosningar fram erindisbréf í samræmi við lög flokksins sem veitir Halldóru umboðið.

Halldóra sagði í samtali við Morgunblaðið að enginn hafi verið mótfallinn erindisbréfinu sem fari nú í rafrænt kosningakerfi Pírata.

„Ef grasrótin samþykkir þá verður þetta borið undir þingflokkinn og framkvæmdastjórn og ef þetta er samþykkt þar þá er ég komin með umboð,“ hefur Morgunblaðið eftir Halldóru.

Á sunnudag hófst staðfestingarkosning um kosningarstefnuskrá Pírata í kosningakerfi flokksins en undirbúningur hennar hófst á flokksþingi í febrúar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×