Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2021 21:38 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum. „Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09