Íslenski boltinn

Leiknismenn í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmannahópur Leiknis R. er kominn í sóttkví.
Leikmannahópur Leiknis R. er kominn í sóttkví. Vísir/Hulda Margrét

Leikmannahópur Leiknis R. er kominn í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónaveiruna.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu, en Leiknismenn tóku á móti KA í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi. Leikmaðurinn sem um ræðir tók ekki þátt í þeim leik.

Næsti leikur Leiknis á að fara fram á þriðjudaginn eftir rúma viku gegn Fylki í Árbænum.

Um helgina þurfti að fresta tveimur leikjum í Lengjudeild karla þar sem að smit greindust í leikmannahópum Víkinga frá Ólafsvík og Kórdrengja. Þá er einnig búið að fresta viðureign Fylkis og Vals í Pepsi Max deild kvenna sem átti að fara fram næsta miðvikudag vegna smits innan Fylkisliðsins.


Tengdar fréttir

Öðrum Lengjudeildarleik frestað vegna smits

Leik Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað öðru sinni vegna smits í röðum Kórdrengja. Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem fresta þarf í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×