Á annað hundrað starfsmenn Landspítala er í vinnusóttkví vegna smita sem komu upp hjá starfsmönnum um helgina.Vísir/Vilhelm
Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag.
Nú eru 608 í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 62 börn. Þrettán starfsmenn eru í einangrun, 27 í sóttkví A og 244 í vinnusóttkví en þeim mun fjölga nokkuð í dag samkvæmt Facebook-færslu Landspítala.
Spítalinn var settur á hættustig fyrir helgi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Smit kom upp meðal starfsfólks í nokkkrum starfseiningum spítalans og er rakning langt komin. Enginn grunur er um smit út frá þeim smitum sem greindust, alla vega ekki ennþá, en nokkur fjöldi starfsfólks og sjúklinga fer í sóttkví, annars vegar sóttkví A og hins vegar vinnusóttkví.
Skimað verður í kring um þessi smit en áfram er verið að skoða breytt verklag í eldhúsi og matsölum varðandi matarskömmtun og sendingar á deildir.
Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega.
Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.