Innlent

Eitt af verkefnum dagsins að fara yfir fjölmargar starfsumsóknir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Egill

Um 160 manns dvelja nú í einangrun farsóttarhúsum á vegum Rauða krossins, þar af um fimmtán í þriðja farsóttarhúsinu sem opnað var í gær.

Þriðja farsóttarhúsið er Fosshótel Baron en þar dvelja nú fimmtán manns, allir í einangrun, að því er Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir í samtali við Vísi.

Samtals erum um 200 einstaklingar í sóttkví á farsóttarhúsunum. Er þar bæði um að ræða ferðamenn sem þurfa að dvelja í fimm daga sóttkví við komuna til landsins og aðra sem eru útsettir fyrir smiti og þurfa að dvelja sjö daga í sóttkví.

Farið að bera á einkennum hjá útskriftarnemendum

Á meðal þeirra sem dvelja í farsóttarhúsunum er hópur útskriftarnemenda Flensborgarskólans sem voru að koma úr útskriftarferð frá Krít. Minnst þrjátíu nemendur hafa greinst með Covid. Gylfi segir stemminguna almennt vera ágæta meðal þeirra, en sum séu farin að veikjast.

„Þau eru mörg hver farin að finna fyrir einkennum. Það er ekkert sem er alvarlegt,“ segir Gylfi Þór.

Þannig sé heilsan almennt fín hjá flestum sem dvelja á farsóttarhúsinu en náið samstarf sé við Landspítalann um að grípa þá sem á þurfa að halda vegna einkenna Covid-19.

Í gær var greint frá því að erfitt hafi reynst að manna þriðja farsóttarhúsið. Fjöldi umsókna bars hins vegar í gær, sjötíu talsins.

Er það eitt að fjölmörgum verkefnum dagsins að sögn Gylfa að fara yfir þessar umsóknir og ráða inn starfsfólk.


Tengdar fréttir

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.