Þjóðverjar rétt mörðu Sáda - Japan með fullt hús Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 14:15 Felix Uduokhai var hetja Þjóðverja. Francois Nel/Getty Images Önnur umferð í riðlakeppni karla í fótbolta á Ólympíuleikunum kláraðist í dag. Heimamenn í Japan eru með fullt hús stiga og þá unnu Þýskaland og Spánn sína fyrstu sigra. Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira