Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:00 Gignac bar Frakka á herðum sér í dag. Zhizhao Wu/Getty Images Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi. Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira