„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 18:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira