„Áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:30 Sveindís Jane meiddist snemma móts eftir frábæra byrjun. Instagram/@sveindisss Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, kveðst ánægð með Íslendingana tvo hjá liðinu, þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur. Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira