Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 21:45 Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu. Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti