Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 21:45 Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu. Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira