Innlent

Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfs­manni

Eiður Þór Árnason skrifar
Verslun Módern í Faxafeni hefur verið lokað.
Verslun Módern í Faxafeni hefur verið lokað. Módern

Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en einnig stendur til að sótthreinsa verslunarrými, lager og starfsmannaaðstöðu. Áður hafði verið ákveðið að hafa sumarlokun á morgun og mun verslunin því að óbreyttu opna aftur á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×