Innlent

Bein út­sending: Ríkis­stjórnin fundar um minnis­blað Þór­ólfs á Egils­stöðum

Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í öndvegi á Hótel Valaskjálf nú síðdegis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í öndvegi á Hótel Valaskjálf nú síðdegis. Vísir/Einar

Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að fundurinn standi til um klukkan 18 og að ráðherrar kynni ákvörðun um aðgerðir að honum loknum.

Hægt verður að fylgjast með viðtölum við ráðherra í beinni útsendingu á Vísi strax að loknum fundi og í textalýsingu hér fyrir neðan.  Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er til umræðu á ríkisstjórnarfundinum sem fram fer á Hótel Valaskjálf. 

Þórólfur hefur gefið út að hann leggi til að sóttvarnatakmarkanir verði teknar upp innanlands á ný til að bregðast við varhugaverðri þróun faraldursins síðustu daga. 

Einnig verður hægt að fylgjast með útsendingunni á Stöð 2 Vísi á myndlyklum Vodafone og Símans. 


Tengdar fréttir

Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar

Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur.

76 greindust smitaðir innanlands

Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.

Vonar að gripið verði til að­gerða „eins fljótt og hægt er“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.