Fótbolti

Yfir­gefur Djurgården eftir höfuð­högg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rachel Bloznalis mun ekki spila meira á þessari leiktíð.
Rachel Bloznalis mun ekki spila meira á þessari leiktíð. DIF

Rachel Bloznalis hefur ekki spilað með sænska knattspyrnuliðinu Djurgården síðan í mars en þá fékk hún högg á höfuðið. Bloznalis hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun og hefur því yfirgefið Djurgården.

Hinn 26 gamla Bloznalis gekk í raðir Djurgården fyrir ári síðan eftir að hafa leikið með Umeå þar á undan. Hún er uppalin í Bandaríkjunum og lék með Boston háskólanum þar í landi áður en hún flutti til Svíþjóðar.

Þann 13. mars síðastliðinn fékk hún högg á höfuðið sem leiddi til heilahristings í leik gegn Uppsala. Endurhæfingin hefur gengið illa og hefur leikmaðurinn því ákveðið að taka sér pásu frá íþróttinni.

Á vefsíðu Djurgården segir Bloznalis að hún hafi áður fengið höfuðhögg glímt við höfuðverki og fleira eftir það. Eftir enn einn heilahristinginn þann 13. mars hafi verkernir orðið verri og að þessu sinni fóru þeir ekki. Hún hafi því ákveðið að setja heilsu sína í forgang og ákveðið að hætta að spila, um tíma allavega.

Mikil umræða hefur verið varðandi höfuðhögg í kvennaknattspyrnu undanfarið en konur eru tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar.

Bloznalis er annar leikmaðurinn sem hverfur frá Djurgården á skömmum tíma en í gær var staðfest að íslenska landsliðskonan Guðrúnar Arnardóttir myndi fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård.


Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×