Stelpur næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2021 07:00 Samkvæmt nýrri rannsókn eru táningsstúlkur sem æfa fótbolta næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar. Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sýnir fram á að stelpur á táningsaldri eru næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar á sama aldri við að spila fótbolta. Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari. Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari.
Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira