Fótbolti

Veiran læsti klónum í Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karim Benzema er kominn í einangrun.
Karim Benzema er kominn í einangrun. getty/DeFodi Images

Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna.

Real Madrid greindi frá því að jákvæð niðurstaða hefði komið úr kórónuveiruprófi sem Benzema fór í eftir að hann kom aftur til félagsins eftir EM og stutt sumarfrí. Frakkinn er nú kominn í einangrun.

Benzema sneri aftur í franska landsliðið á EM eftir sex ára fjarveru. Hann skoraði fjögur mörk á EM og var meðal markahæstu leikmanna mótsins. Frakkar töpuðu fyrir Svisslendingum í vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum.

Benzema skoraði þrjátíu mörk í 46 leikjum í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðasta tímabili. Hann hefur leikið með liðinu síðan 2009 og er varafyrirliði þess.

Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það hætti Zinedine Zidane sem knattspyrnustjóri liðsins og við starfi hans tók Carlo Ancelotti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.