Innlent

Ríkis­stjórnin fundar um til­lögur Þór­ólfs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin fundar á eftir um tillögur sóttvarnalæknis að takmörkunum innanlands.
Ríkisstjórnin fundar á eftir um tillögur sóttvarnalæknis að takmörkunum innanlands. Vísir/Vilhelm

Ráðherranefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda í dag og ræða minnisblað sóttvarnalæknis um tillögur hans að sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Fundurinn fer fram rafrænt en að honum loknum mun ríkisstjórn Íslands halda umræðum um tillögurnar áfram. Að ríkisstjórnarfundi loknum kemur í ljós hvort ríkisstjórnin verði að tillögum sóttvarnalæknis að hluta eða öllu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir tilkynnti það á upplýsingafundi almannavarna í gær að hann myndi skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að innanlandsaðgerðum fyrir lok dags. Hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju þær tillögur felist en sagðist sækja í það sem reynst hafi vel fyrr í faraldrinum.

Í gær greindust 78 smitaðir af kórónuveirunni innanlands en fleiri hafa ekki greinst smitaðir á einum degi á þessu ári. 59 þeirra sem greindust smitaðir voru utan sóttkvíar. Þórólfur segir að faraldurinn sé í veldisvexti hér á landi og að grípa þurfti til aðgerða eins fljótt og hægt er.

Tveir liggja nú inni á Landspítala smitaðir af kórónuveirunni, annar á sjötugsaldri og fullbólusettur, og hinn óbólusettur undir sextugu. Landspítalinn var þá færður á svokallað hættustig í gær vegna faraldursins. Alls eru nú 301 einstaklingur í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar.

Þá eru fimm starfsmenn spítalans í einangrun, 10 í sóttkví A og alls 225 í vinnusóttkví.


Tengdar fréttir

Leggur til takmarkanir innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×