Reycup er haldið í Laugardalnum. Mótið var sett í gær og stendur yfir næstu daga.Vísir/Vilhelm
Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví.
Gunnhildur Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Rey cup segir í samtali við Vísi að sá smitaði hafi aðeins keppt í einum leik á mótinu. Hann hafi ekki mætt á neina viðburði eða komið inn í aðstöðu á vegum mótsins; aðeins verið á einum velli í þessum eina leik í dag.
Þá segir hún að grunur um smit hafi vaknað strax. Liðsfélagar þess smitaða hafi verið sendir heim og séu komnir í sóttkví. Mótherjar liðsins hafi svo einnig verið sendir í sóttkví. Hvorugt liðanna hafi nýtt sér gistingu eða verið í mat á mótinu og vel passað upp á hólfaskiptingu.
Tekið sé á málinu í nánu samstarfi við almannavarnir og eins og staðan er núna sé ekki gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins á morgun. „Við biðlum til fólks að passa upp á persónulegar sóttvarnir,“ segir Gunnhildur.
Þátttakendur á Rey cup eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu daga. Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki bólusett gegn kórónuveirunni og lítill hluti þátttakenda mótsins hefur því fengið bólusetningu.
Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.
Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.