Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 13:06 Frá Rey cup í Laugardal árið 2019 þar sem strákar úr liði Keníu kepptu á móti strákum í KR. vilhelm gunnarsson Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin. Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira
Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin.
Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira