Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 13:06 Frá Rey cup í Laugardal árið 2019 þar sem strákar úr liði Keníu kepptu á móti strákum í KR. vilhelm gunnarsson Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin. Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin.
Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira