Fótbolti

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby eru með yfirhöndina í einvígi liðsins gegn Maribor í Sambandsdeild Evrópu.
Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby eru með yfirhöndina í einvígi liðsins gegn Maribor í Sambandsdeild Evrópu.

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Það tók liðin nokkuð langan tíma að skora fyrsta mark leiksins. Markalaust var í hálfleik, en Astrit Selmani kom heimamönnum yfir eftir 55 mínútna leik.

Nino Zugelj jafnaði metin fyrir gestina á 60. mínútu eftir stoðsendingu frá Marko Alvir.

Heimamenn voru þó ekki lengi að endurheimta forystuna, en fjórum mínútum seinna skoraði Selmani annað mark sitt og annað mark Hammarby eftir stoðsendingu frá Gustav Ludwigson.

Selmani var ekki hættur og þremu mínútum fyrir leikslok fullkomnaði hann þrennu sína af vítapunktinum og gulltryggði Hammarby 3-1 sigur.

Jón Guðni og félagar fara því með góða forystu í seinni leik liðanna sem fer fram í Slóveníu eftir slétta viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.