Annar stór dagur í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 15:52 Svona var staðan við Suðurlandsbraut á þriðja tímanum í dag. Röðin gekk nokkuð hratt fyrir sig og þurfti fólk að bíða í rúman hálftíma eftir því að komast að. Vísir Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira