Annar stór dagur í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 15:52 Svona var staðan við Suðurlandsbraut á þriðja tímanum í dag. Röðin gekk nokkuð hratt fyrir sig og þurfti fólk að bíða í rúman hálftíma eftir því að komast að. Vísir Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Löng röð hefur myndast við húsnæði heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag líkt og síðustu daga. Fjöldi innanlandssýna hefur farið stigvaxandi samhliða aukningu í fjölda greindra smita. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að dagurinn hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikið álag á starfsfólk. Mörg þeirra hafa ekki enn fengið tækifæri til að taka sér langþráð sumarleyfi. Staðan komi ekki á óvart „Við eigum alveg eftir þrjú korter og röðin er ansi löng,“ sagði hún í samtali við Vísi á fjórða tímanum í dag. „Við getum tekið ansi marga á þremur korterum.“ Hún bætir við að 1.700 til 1.800 hafi verið bókaðir í einkennasýnatöku og sóttkvíarskimun í dag en þá á eftir að taka skimun ferðamanna með inn í reikninginn. Heildartalan kemur ekki í ljós fyrr en síðar í dag. Aðspurð um það hvort þessi hraða aukning í fjölda smita og sýnatöku nú þegar stærsti hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur komi henni í opna skjöldu segir Ingibjörg svo ekki vera. „Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var eiginlega bara að bíða eftir þessu. Við vinnum þetta bara áfram og byrjum aftur á því sem við þekkjum. Við erum alltaf að læra í leiðinni og vonandi náum við að stoppa bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira