Innlent

„Öll alveg ó­geðs­lega fúl og pirruð yfir þessu“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.
Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir.

Sóttvarnalæknir mun skila inn tillögum um slíkar aðgerðir í dag en hann hefur ekki viljað útskýra í hverju tillögur hans felast.

„Ég held að við séum öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu, ég held að það sé tilfinningin sem allir finna fyrir. Og vonbrigði, reiði. Ég held að við séum öll þarna. En það er ekkert annað í boði, þetta er bara raunveruleiki sem við fáum ekki breytt og við verðum bara að takast á við þetta,“ sagði Víðir í samtali við fréttastofu eftir upplýsingafund almannavarna í dag.

Boðað var til fundarins í morgun eftir að lá fyrir að 78 hefðu greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á fundinum að hann ætli að leggja til að sóttvarnaaðgerðir verði teknar upp að nýju en þeim var öllum aflétt innanlands þann 26. júní síðastliðinn.

Víðir segist ekki vita hvað felist í því að lifa með veirunni, eins og hann og Þórólfur hafa ítrekað talað um í gegn um faraldurinn. Hvað felist í því sé enn í þróun.

„Það er að finna leiðina til að hafa samfélagið okkar sem opnast en á sama tíma að geta varist því að missa þetta inn í viðkvæma hópa og fá veikindi inn í samfélagið. Hver sú leið er er eitthvað sem við vitum ekki hver er ennþá,“ segir Víðir.

Netverjar virðast taka undir þetta mat hans Víðis. 


Tengdar fréttir

„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa

Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa.

Boðað verður til ríkis­stjórnar­fundar þegar minnis­blaðið berst

Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 

Vonar að gripið verði til að­gerða „eins fljótt og hægt er“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.