Van Gaal að taka við hollenska landsliðinu í þriðja sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 10:30 Van Gaal þarf eflaust að skrifa nýjan kafla í ævisögu sína þar sem hann er að taka við hollenska landsliðinu enn á ný. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Hollenski fjölmiðillinn De Telegraaf segir að Louis van Gaal, fyrrum þjálfari Barcelona og Manchester United sé að taka við hollenska landsliðinu á nýjan leik. Hann stýrði liðinu frá 2000 til 2002 og frá 2012 til 2014. Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira