Van Gaal að taka við hollenska landsliðinu í þriðja sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 10:30 Van Gaal þarf eflaust að skrifa nýjan kafla í ævisögu sína þar sem hann er að taka við hollenska landsliðinu enn á ný. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Hollenski fjölmiðillinn De Telegraaf segir að Louis van Gaal, fyrrum þjálfari Barcelona og Manchester United sé að taka við hollenska landsliðinu á nýjan leik. Hann stýrði liðinu frá 2000 til 2002 og frá 2012 til 2014. Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn. Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum. Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega. Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu. DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0— 433 (@433) July 21, 2021 Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár. Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira