Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 20:00 María Dögg Nelson og Ingibjörg Edda Snorradóttir ásamt kærustum sínum. Aðsendar Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira