Fótbolti

Amanda með mark mánaðarins í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amanda í leiknum gegn Klepp.
Amanda í leiknum gegn Klepp. Vegard Wivestad Grott/BILDBYRAN

Amanda Andradóttir, leikmaður Noregsmeistara Vålerenga í knattspyrnu, skoraði flottasta mark norsku úrvalsdeildarinnar í júní að mati áhorfenda deildarinnar.

Hin 17 ára gamla Amanda skoraði fjórða mark Vålerenga í frábærum 7-0 sigri á Klepp þann 26. júní síðastliðinn.

Kom markið til greina í kosningu um mark mánaðarins og fór það svo að mark Amöndu hlaut 42 prósent allra atkvæða í kosningunni. Þetta stórglæsilega mark má sjá í spilaranum hér að neðan.

Amanda gekk í raðir Noregsmeistaranna fyrir yfirstandandi tímabil. Þar leikur hún ásamt íslenska landsliðsmiðverðinum Ingibjörgu Sigurðardóttir.

Þegar níu umferðum er lokið af deildinni er Vålerenga í 3. sæti með 19 stig, sex stigum minna en topplið Sandviken.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.