Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2021 20:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum. 96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira