Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 12:03 Tveir dælubílar slökkviliðs voru sendir á vettvang þegar eldur kom upp í hjólhýsi á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Það var í annað sinn sem eldur kom upp í hjólhýsi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Martin Meyer Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið. Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið.
Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14
Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12