Innlent

Raðir mynduðust á Leifs­stöð í morgun og 47 flug­vélar fljúga frá vellinum í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Langar raðir mynduðust á flugvellinum í morgun.
Langar raðir mynduðust á flugvellinum í morgun. Vísir/Heimir

Svakalegar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir voru margar byrjaðar að myndast fyrir klukkan fimm, en þá voru enn um þrír tímar í að lang flestar flugvélar, á leið til Evrópu, legðu af stað. 

47 flugvélar munu halda frá Keflavíkurflugvelli í dag og er því viðbúið að fjöldi Íslendinga sé á leið í frí í sól og sumaryl. Fyrsta vélin flaug af stað klukkan sex í morgun en sú var á leið til Parísar. Miklar raðir mynduðust, sem minntu á tíma fyrir faraldurinn, á vellinum eins og sjá má á myndunum. Biðin náði allt að fjörutíu mínútum.

47 flugvélar munu fara frá Keflavíkurflugvelli í dag og 48 vélar munu lenda á vellinum.Vísir/Heimir

Flugvélarnar eru á leið bæði til nágrannalanda okkar í Evrópu, þar á meðal Danmerkur, Noregs og Englands, en einnig vesturum haf til Kanada og Bandaríkjanna. 

Þá verður ekki minna um að vera í komusal á Leifsstöð en 48 flug kom til Keflavíkurflugvallar í dag. Fyrsta vélin, frá New York, lenti í Keflavík rétt eftir klukkan sjö í morgun en það síðasta er áætlað að komi rétt fyrir miðnætti í kvöld.


Tengdar fréttir

Sjö­falt fleiri brott­farir er­lendra far­þega

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund.

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×