Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 19:52 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta reynir á afkastagetuna í öllu, eins og hjá okkur í lögreglunni varðandi vottorðaskoðun, landamæri og fleira,“ segir Arngrímur. Hann segir vottorðaskoðunina hafa verið fullmannaða og hún keyrð á fullum afköstum en þegar svo mikill fjöldi flugvéla komi á sama tíma, þá séu alltaf líkur á því að biðraðir myndist. Miklar biðraðir mynduðust bæði í morgun, eins og sagt var frá á Vísi, og sömuleiðis seinni partinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í komusal Keflavíkurflugvallar um klukkan fimm í dag. Arngrímur segir að líklega verði biðraðir á álagstíma á meðan verið er að sinna covid-tengdum verkefnum. Ekki sé hægt að komast hjá því. Það sem hægi mikið á sé að farþegar þurfi meira og minna allir að framvísa vottorðum og öðru til að mega fljúga. „Þannig að það er ekkert hægt að nota neitt sem kallast sjálfvirkt á flugvellinum. Þannig að hvort sem um ræðir komu- eða brottfarafarþega, þá þarf að eiga samskipti við þá alla.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um örtröðina í Leifsstöð í morgun. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. 10. júlí 2021 11:53 Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. 7. júlí 2021 22:55 Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. 7. júlí 2021 06:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta reynir á afkastagetuna í öllu, eins og hjá okkur í lögreglunni varðandi vottorðaskoðun, landamæri og fleira,“ segir Arngrímur. Hann segir vottorðaskoðunina hafa verið fullmannaða og hún keyrð á fullum afköstum en þegar svo mikill fjöldi flugvéla komi á sama tíma, þá séu alltaf líkur á því að biðraðir myndist. Miklar biðraðir mynduðust bæði í morgun, eins og sagt var frá á Vísi, og sömuleiðis seinni partinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í komusal Keflavíkurflugvallar um klukkan fimm í dag. Arngrímur segir að líklega verði biðraðir á álagstíma á meðan verið er að sinna covid-tengdum verkefnum. Ekki sé hægt að komast hjá því. Það sem hægi mikið á sé að farþegar þurfi meira og minna allir að framvísa vottorðum og öðru til að mega fljúga. „Þannig að það er ekkert hægt að nota neitt sem kallast sjálfvirkt á flugvellinum. Þannig að hvort sem um ræðir komu- eða brottfarafarþega, þá þarf að eiga samskipti við þá alla.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um örtröðina í Leifsstöð í morgun.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. 10. júlí 2021 11:53 Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. 7. júlí 2021 22:55 Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. 7. júlí 2021 06:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. 10. júlí 2021 11:53
Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. 7. júlí 2021 22:55
Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. 7. júlí 2021 06:00