Viðskipti innlent

Sjö­falt fleiri brott­farir er­lendra far­þega

Eiður Þór Árnason skrifar
Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur í Leifsstöð. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólu­setningar- og far­aldurs­pappíra sem far­þegar verða nú að fram­vísa.
Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur í Leifsstöð. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólu­setningar- og far­aldurs­pappíra sem far­þegar verða nú að fram­vísa. Vísir/Atli

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í júní eða um helmingur brottfara.

Enn er nokkuð í að fjöldinn komist í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 195 þúsund í júní 2019.  Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund.

Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund.

Þróun brottfara erlendra farþega í júní 2017 til 2021. Ferðamálastofa

Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Samtals voru brottfarir fimm stærstu þjóðerna 76%.

Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 32.400 eða 65,8% færri en á sama tímabili í fyrra.


Tengdar fréttir

Ljónheppinn að fá bílaleigubíl

Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna.

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.