Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2021 23:06 Myndarlegar hraunár flæddu til austurs niður í Meradali frá eldgígnum síðdegis í gær, sem vefmyndavél Almannavarna og Veðurstofu fangaði. Almannavarnir, Veðurstofa Íslands/vefmyndavél. Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. „Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
„Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56