Innlent

Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé

Kristján Már Unnarsson skrifar
Óróaritið frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli klukkan sex í morgun. Greinilega má sjá hvernig gosið tók kipp á ný á miðnætti eftir stutt hlé frá því síðdegis í gær.
Óróaritið frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli klukkan sex í morgun. Greinilega má sjá hvernig gosið tók kipp á ný á miðnætti eftir stutt hlé frá því síðdegis í gær. Veðurstofa Íslands

Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt.

„Óróinn fór aftur í gang um miðnætti. Það er búið að vera myndarlegt hraunflæði niður í Meradali,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í morgun.

„Um klukkan þrjú til hálffjögur í nótt fóru aftur að koma púlsar í óróann,“ sagði Einar og virðist gígurinn þá hafa farið að senda frá sér hraungusur í skorpum.

Það var um fimmleytið síðdegis í gær sem gosvirknin féll niður. Þetta síðasta goshlé virðist því aðeins hafa varað í um sjö klukkustundir.

Undanfarnar þrjár vikur hafa skipst á goshlé og goshrinur en engin regla virðist vera á tímalengd þeirra. Hér má fylgjast með óróariti jarðskjálftamælis við Grindavík.


Tengdar fréttir

Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli

Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis.

Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið

Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.