Innlent

Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skemmtiferðaskipið Viking Jupiter við höfn á Akureyri í dag.
Skemmtiferðaskipið Viking Jupiter við höfn á Akureyri í dag. Mynd/Akureyri.net

Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 

Staðarmiðilinn Akureyri.net greindi fyrst frá en í samtali við Vísi segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, að grunur hafi vaknað um að einn væri smitaður í skipinu.

Sá grunur hafi verið staðfestur um hádegi í dag og verið sé að fara yfir hverjir um borð þurfi að fara í sóttkví vegna smitsins. Um borð eru 470 farþegar og 445 eru í áhöfn.

Skipið kom til hafnar á Akureyri í morgun en tekin var ákvörðum um þegar grunur um smit kom upp að engum yrði hleypt í land að svo stöddu. Áætlað er að skipið haldi austur á bóginn nú síðdegis.

Eitt smit er einnig um borð í Viking Sky, systurskipi Viking Jupiter, sem verið hefur á verð við strendur Íslands undanfarna daga. Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Austurlandi hefur hugsanlegt sóttvarnarbrot til rannsóknar eftir að farþegar skemmtiferðaskips fóru í land á Djúpavogi án leyfis.


Tengdar fréttir

Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur

Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.