Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 14:01 HM 2030 á Ítalíu og í Sádi-Arabíu, það er möguleiki. The Athletic Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira