Erlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins í hádegisfréttum en sjö greindust með veiruna innanlands í gær.

Þá verður rætt við yfirlækni ónæmisfræðideildar á Landspítalanum sem segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða á landamærum.

Einnig heyrum við í íslenskri konu sem býr á flóðasvæðunum í vestur Evrópu þar sem fleiri en hundrað hafa látist síðustu daga.

Að auki fjöllum við um deilut ÁTVR og aðila sem hafa sett upp vefverslanir með áfengi og ræðum við fólk á Seyðisfirði þar sem Listahátíð ungs fólks fer nú fram venju samkvæmt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×